Ég hef takmarkaðan áhuga á að taka þátt í Icesaveumræðunni af þeirri ástæðu að hún er svo biluð. Þetta sást ágætlega þegar Ragnar Hall upplýsti þá skoðun sína að samningurinn sem nú liggur fyrir væri betri kostur en að fara með málið fyrir dómstóla. Hann var fljótt og örugglega úthrópaður fyrir þetta. Ég sá ekki að nokkur sem gagnrýndi hann teldi að þetta væri heiðarleg niðurstaða hjá honum.
Ragnar H. Hall bilar – sorglegt að upplifa svik manns við hans eigin hugsjón og réttlætiskennd#
Ragnar Hall vill selja ömmu sína!#
…menn sem urðu ragir með aldrinum.#
Hvaða árátta er það sem veldur því að geta ekki gefið sér þá forsendu að þeir sem eru ósammála manni telji sig hafa góð rök fyrir skoðunum sínum? Hvernig geta menn sannfært sjálfa sig um það að allir sem eru á annarri skoðun en þeir séu það á einhverjum vafasömum forsendum?
Að mínu mati er þetta hrein og bein spurning um hvað kemur sér best fyrir Ísland. Allir sem tala um landráð, svik, heigulshátt og svo framvegis hafa dæmt sig frá umræðunni.