Það er áhugavert að sjá umfjöllunina um ummæli Jeremy Clarkson. Ég get ekki séð annað af því sem hann segir að hann sé að fyrst og fremst að gera grín að hlutleysisstefnu BCC með því að koma fram með tvö fáránleg og gjörsamlega ósættanleg sjónarmið. En menn taka seinni hlutann algjörlega úr samhengi til þess að láta þetta líta illa út. Þegar ég var að leita að ummælunum í samhengi fékk ég upp ótal myndskeið sem byrja einfaldlega á orðum hans um að hann vilji taka þá af lífi sem eru í verkfalli. Toppurinn er síðan þegar hann talar um “okkur sem þurfa að vinna fyrir sér” – það er augljóslega brandari en í stað þess að fatta þá stekkur fólk á þetta eins og það sýni endanlega hræsni hans.