Hér er áskorun til stuðningsmanna nýju stjórnarskrárinnar: Búið til rafbók með frumvarpinu. Það eru leiðbeiningar á Rafbókavefnum (og þið megið kvarta eða spyrja ef eitthvað er óljóst í þessum leiðbeiningum). Síðan er hægt að deila rafbókinni með öllum ráðum á netinu.
Ég hélt reyndar að einhverjir hefðu gert þetta nú þegar af því ég sá stjórnarskrárrafbók hjá Forlaginu en þegar ég var að skoða þetta áðan sá ég að það var þá bara nýjasta útgáfa gömlu stjórnarskrárinnar.
Sumir virðast halda að rafbókalesarar séu bara hentugir fyrir bækur en í raun eru þetta hentug tæki fyrir flesta texta sem eru of langir til að lesa með góðu móti á tölvuskjá. Ég nota til dæmis Instapaper fyrir flestar lengri greinar sem ég rekst á á netinu. Það sendir síðan greinarnar í Kindle’inn minn.