Áskorun til fylgismanna nýju stjórnarskrárinnar

Hér er áskorun til stuðningsmanna nýju stjórnarskrárinnar: Búið til rafbók með frumvarpinu. Það eru leiðbeiningar á Rafbókavefnum (og þið megið kvarta eða spyrja ef eitthvað er óljóst í þessum leiðbeiningum). Síðan er hægt að deila rafbókinni með öllum ráðum á netinu.

Ég hélt reyndar að einhverjir hefðu gert þetta nú þegar af því ég sá stjórnarskrárrafbók hjá Forlaginu en þegar ég var að skoða þetta áðan sá ég að það var þá bara nýjasta útgáfa gömlu stjórnarskrárinnar.

Sumir virðast halda að rafbókalesarar séu bara hentugir fyrir bækur en í raun eru þetta hentug tæki fyrir flesta texta sem eru of langir til að lesa með góðu móti á tölvuskjá. Ég nota til dæmis Instapaper fyrir flestar lengri greinar sem ég rekst á á netinu. Það sendir síðan greinarnar í Kindle’inn minn.

0 thoughts on “Áskorun til fylgismanna nýju stjórnarskrárinnar”

  1. Ég skal taka þetta að mér þótt ég sé enginn “fylgismaður” þessa frumvarps. (Finnst það of hrátt.) En fellur þetta ekki undir höfundarvarið efni? Ég er búinn að laga pdf skrána til. Setti inn bókamerki og virkjaði möguleika á að setja inn athugasemdir. Hægt að downloda hér http://dl.dropbox.com/u/16506189/Frumvarp%20Stj%C3%B3rnlagar%C3%A1ds%20med%20skyringum.pdf
    En að búa til epub bók er áskorun sem gaman er að spreyta sig á svo ég mun líka gera þá bók aðgengilega á vefnum þínum asap

  2. Sæll Óli. Þá er verkinu lokið. Ég fann ekkert form á Rafbókavefnum til að uploada bókinni svo þú verður að gera það sjálfur. Fyrst um sinn er hún aðgengileg á dropbox, en seinna á blogginu mínu
    http://dl.dropbox.com/u/16506189/Frumvarp%20til%20stj%C3%B3rnarskipunarlaga%202011%20-%20med%20sk%C3%BDringum.epub
    Vonandi stendur þetta undir væntingum. Á ekki lesara sjálfur svo ég veit ekki hvernig formatið kemur út
    kv,

Leave a Reply to Jóhannes LaxdalCancel reply