Ég get ekki ímyndað mér að það hugnist mörgum að forsetinn sé að nota málskotsrétt sinn til þess að reyna að stjórnast í Alþingi. Þetta lýðskrum virtist allavega ekki virka á sjómennina sem hann var að predika yfir.
En hvað um þetta kvótamál sem slíkt. Málskotsrétturinn sem slíkur er aðalmálið. Ég er hlynntur honum þó ég sé ekki ánægður með það hvernig Ólafur Ragnar hefur notað hann.
Það sem hefur ergt mig hvað mest við hvernig Ólafur Ragnar hefur beitt málskotsréttingum er að mér finnst hann ekki vera sjálfum sér samkvæmur. Hann hefur alltaf rökstutt mál sitt en mér hefur ekki alltaf þótt samræmi í þessum rökstuðningi. Þetta virðast frekar hafa verið réttlætingar.
Ég teldi eðlilegast að forsetaframbjóðendur allir segi skýrt frá því hvaða aðstæður kalli að þeir myndu nota málskotsréttinn. Þetta ætti í raun að vera svo skýrt að maður gæti spáð fyrir um það.
Annars væri ágætt að málskotsrétturinn væri svona hálfgerður sjálfseyðingarhnappur þannig að annað hvort myndi forsetinn segja af sér um leið og hann notaði hann (eins og Vigdís taldi víst réttast) eða þá að þjóðin gæti, í kosningunum um málið sem forsetinn sendi í þjóðaratkvæðagreiðslu, sett forsetann af.