Kebab Center við Dalveg (þumall upp)

Fyrir viku tókum við Eygló eftir kebab stað við Dalveg. Ég varð sérstaklega spenntur að sjá lambakebab á spjóti – svona alvöru sko. Við vorum nýbúin að borða þannig að við kíktum ekki þangað þá. Í dag kíktum við loksins. Ég fékk lambakebab en Eygló kjúklinga. Gunnsteinn fékk bara bita hjá okkur.

Þetta var framreitt í pítu sem mér finnst eiginlega óþarfi. Það lengdi framleiðslutímann alveg töluvert. Af hverju ekki bara skella þessu á disk með frönskum og sósu (líka gott að geta skammtað sér sjálfur sósu)?
Ég held líka að það myndi auðvelda viðskiptavinunum, sér í lagi þeim sem ekki eru vanir kebab, að hafa myndir með réttunum.

Þetta virðist vera rekið með Castello þannig að þeir sem hafa fjölskyldumeðlimi eða vini sem leggja ekki í kebab geta bent þeim á að kaupa sér pizzu í staðinn.

En maturinn var ákaflega góður. Ég er mjög sæll með þetta og svo heppilega vill til að þetta er í leiðinni fyrir mig þegar ég er að hjóla heim úr vinnunni.

0 thoughts on “Kebab Center við Dalveg (þumall upp)”

  1. Er þetta lambakjöt eða hakk? Hjá Tyrkjum í Þýskalandi er ýmist kjötvöðvar með löðrandi, gómsætri fitunni eða hakk sem búið er að gegnumsteikjast.

    Og brauðið er ekki pítubrauð heldur brakandi steikt brauð. Alveg frábært.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *