Stóra 9/11 Einstein tilvitnunarsamsærið

Ég hef ekkert neina nennu til að rífast við 9/11 samsærissinna. En þessi notkun samsærissinna á tilvitnun í athugasemdakerfi DV þótti mér of fyndin til þess að stríða honum ekki.

Condemnation without investigation is the hight of ignorance – Einstein#

Ég spurði, kurteisislega, hvar og hvenær Einstein hefði sagt þetta og fékk frábært svar.

Prófaðu að gúgla tilvitnunina og athuga það. Kanski hefðurðu komist að samsæri um að fólk sé að setja Einstein orð í munn???? Var það eitthvað fleira, Herra Ad Hominem?

Ég vissi ekki að það væri leyndarmál að fólk eignaði oft frægu fólki s.s. Mark Twain, Oscar Wilde, Winston Churchill og að sjálfsögðu Albert Einstein tilvitnanir til þess að gefa þeim meiri vigt. Til þess þarf ekki samsæri heldur einungis leti við að leita uppi frumheimildir.

Það sem er reyndar merkilegt við þessa fölsku tilvitnun er í fyrsta lagi hve mörgum hún hefur verið eignuð og í öðru lagi að það hefur verið skrifuð heil “ritgerð” um hana. Sú ber hið viðeigandi heiti The Survival of a Fitting Quotation. Þar eru dæmin rakin mjög ítarlega sem sýna þróun hennar. Ég sá þó ekki í fljótu bragði að það væri rekin tengslin við 9/11 samsærissinnana sem nota hana greinilega mjög mikið.

Upprunalega er tilvitnunin úr bók eftir guðfræðinginn William Paley (m.a. frægur fyrir úrsmíðameistara líkingu sína). Þið getið skoðað hana í bókinni A View of the Evidences of Christianity.

En hvað gæti verið meira viðeigandi en að nota falska tilvitnun til þess að hreykja sér af því að hafa skoðað málin ítarlegar en aðrir?

0 thoughts on “Stóra 9/11 Einstein tilvitnunarsamsærið”

  1. Reyndar líka fyndið að viðkomandi kallar það “ad hominem” þegar þú biður um heimildir fyrir tilvísun. “Ad hominem” er auðvitað allt annað, og ætti við ef þú hefðir gert lítið úr honum persónulega. Tilvísanir í “fræga” sem koma málinu ekkert við er aftur á móti þekkt rökvilla.

  2. Það er heldur ekki ad hominem að vera dónalegur við einhvern eða tala illa um hann eitt sér. Ad hominem er rökvillan að halda því fram að viðkomandi hafi rangt fyrir sér um eitthvað AF ÞVÍ AÐ það sé eitthvað neikvætt við hann persónulega. “Siggi Siggason er fífl” er t.d. bara móðgun en “Siggi Siggason hefur rangt fyrir sér um orsakir verðbólgunnar af því hann er fífl” er ad hominem.

Leave a Reply