Þó ég sé ekki alveg óvanur því að mæta í sjónvarp þá er nokkuð óvenjulegt að ég birtist tvisvar sama kvöldið. Ég fór í fyrradag í upptöku fyrir Kiljuna að tala um Rafbókavefinn og rafbækur. Það var síðan í þætti gærkvöldsins (rétt fyrir 29. mínútu).
Ég vandaði mig á að koma nördatilvísun í þáttinn. Þegar ég sýndi Kindle þá sást að skjámyndin var þessi. Þetta er auðvitað vísun í Hitchhiker’s Guide to the Galaxy eftir Douglas Adams. Þetta sýnir um leið að það er búið að “roota” tækið til að skipta út skjámyndunum. En það sem færri vita er að ég er þarna líka að vísa í XKCD brandara um Kindle.
Ég kom síðan líka nokkuð óvænt í fréttum (á 10 mínútu) þegar verkfallsverðir birtust í fylgd fréttamanna á bókasafninu mínu. Þar var ég að fara yfir bækurnar á safninu á meðan Týr hljómaði með plötuna Valkyrja (sú nýjasta – alveg æði). Þar eru rokkstigin.