Morgunblaðið birtir gagnrýnislaust áróður Microsoft sölumanns og kallar frétt.
En hvað geta Windows XP notendur gert? Snæbjörn segir að best sé að uppfæra tölvuna í nýrra stýrikerfi, Windows 7 eða Windows 8.1. Ekki er víst að allar eldri gerðir tölva ráði við Windows 8.1 en þær gætu ráðið við Windows 7. „Ef tölvan er orðin mjög gömul er líklegt að tími sé kominn til að endurnýja hana,“ segir Snæbjörn.
Þetta er þvaður. Ef þú ert með tölvu sem keyrir á Windows XP þá áttu helst að líta til Linux. Flestir sem hafa vit á þeim málum mæla með Linux Mint. Það er ókeypis. Þú færð líka ókeypis myndvinnsluforrit. Einnig “Office” hugbúnað. Og þetta verður áfram ókeypis. Margar tegundir af Linux eiga ákaflega auðvelt með að keyra á gömlum tölvum. Það er ákaflega auðvelt núorðið að skipta yfir í Linux. Það besta er að þú getur prufað margar útgáfur af Linux án þess að setja stýrikerfið upp, þú bara skrifar það á disk eða minnislykil og keyrir það þannig upp. Þá geturðu séð hvernig það virkar (þó það sé alltaf hægvirkara þegar það er ekki almennilega uppsett á hörðum disk).