Væri betra að segja “strípur”? Allavega eins og voru í dagblöðunum. Ég samdi þessar teiknimyndasögur með hjálp Bitstrips. Ég bjó til persónu sem heitir Almar og nokkra vini og vandamenn fyrir hann. Síðan nokkra brandara. Ég setti þetta á sér vef sem er hérna. Ég setti inn flestar sögurnar en ekki allar. Ef þið viljið skoða þetta í alvörunni þá byrjið þið að finna fyrstu strípuna og vinnið ykkur áfram.