A Day at the Races (1976). Besta plata Queen. Ég byrjaði þessa yfirferð eftir Facebook rökræður um hver væri besta plata Queen. Ég tók allar plöturnar til skoðunnar og reyndi að nálgast þær upp á nýtt. Það sem hefur einkennt þetta ferli er að ég hlusta aftur og aftur á A Day at the Races.
Öll lögin eru frábær. Það er ekkert sem ég sleppi þegar ég er að hlusta á hana.
Platan kom í kjölfarið á A Night at the Opera og fékk líka nafn eftir mynd Marx bræðranna. Hún var almennt álitin síðri en sú fyrri, jafnvel léleg eftirlíking. En hún hefur staðist tímans tönn.
Tie Your Mother Down er bara stórfyndið og stórgott rokklag. Stór spurning hvort intróið ætti ekki að teljast sér lag.
You Take My Breath Away var lengi eitt uppáhaldslagið mitt og er enn ofarlega á listanum. Það byrjar á Freddie að syngja aðeins með sjálfum sér en verður síðan frekar einfalt (á Queen mælikvarðan) í framsetningu. Textinn er annað hvort rómantískur eða eltihrellislegur. Það fjallar allavega um ástarsorg.
Long Away kunni ég fyrst ekki að meta. En það breyttist.
The Millionaire Waltz er, allavega að mestu, bókstaflega vals. En líka rokk, þrumandi rokk. Það er ágætt að leyfa sér að elta bassann í laginu svo maður gleymi ekki að John er snillingur. Bara æði. Snilld.
You and I slær botninn í þessa hlið plötunnar. Hálftýpískur John texti en með frábærum dökkum millikafla sem færir lagið upp á snilldarplanið. Frábært.
Somebody to Love er gospel og rokk. Það er alveg hægt að gleyma því hve mikil snilld það er en þá er bara að hlusta og heyra hvernig lag og texti smella yndislega saman. Það er miklu meira í gangi en sést á yfirborðinu. Og gítarsólóið hans Brian er bara frábært.
White Man er áfkaflega gott og ákaflega þungt lag (eftir rólegan inngang). Textinn fjallar um frumbyggja Ameríku. Svoltið á “göfugi villimaðurinn” línunni en ekkert óhóflega. Alltaf í uppáhaldi. Hávaði og hvísl. Roger í sérstaklega góðu formi.
On the Bible you swore // Fought your battle with lies Good Old-Fashioned Lover Boy er létta og fyndna lagið á plötunni. Og það er mjög fyndið og það er mjög gott. Á maður að kalla þetta “revíulög”? Eitthvað í þá áttina.
Drowse er Roger í rólega gírnum í fyrsta skipti og það tekst frábærlega. Ég segi oft að þetta sé eftirlætis Queenlagið mitt og það er líklega satt. Textinn er sá besti sem Roger hefur samið þrátt fyrir, og kannski vegna þess, að hann endar í ringluðum hugsunum sem leggja áherslu á þema lagsins sem er að vera hálfsofandi og ringlaður. Það kallast svolítið á við These are the Days of Our Lives.
It’s the fantastic drowse of the afternoon Sundays that bored you to rages of tears Teo Torriatte (Let Us Cling Together). “We’ll sing to you in japanese”. Alltaf í uppáhaldi. Rólegt en dramatískt í lokin. Síðan útspil sem rímar við innspilið.
Let us never lose the lessons we have learned.