Bókasöfn og lýðfjármögnun á útgáfu

Það hafa dottið inn undanfarið nokkrar fréttir af lýðfjármögnun á bókum. Ég sjálfum hjálpaði um daginn við að fjármagna prentun á Sögu eftirlifenda hjá Karólína Fund. Síðan hafa Reynir Traustason, Karl Ágúst Úlfsson og fleiri ákveðið að fara þessa leið.

Ég hef í kjölfarið velt fyrir mér hvort bókasöfn séu að taka þátt í svona fjármögnun og, ef ekki, hvort þau ættu ekki að vera virk í því. Það er ljóst að ef stærri almenningsbókasöfn og einhver af þeim minni taka þátt í lýðfjármögnun þá getur það haft úrslitaáhrif á hvort útgáfa tekst eða ekki.

En það er reyndar skondið að þessi lýðfjármögnun er ekki svo ný. Hér á landi hafa sérstaklega afmælisrit verið fjármögnuð með „áskriftum“ þar sem fólk og stofnanir eru skrá á heillaóskalista fyrir þátttökuna. Það skrýtna er að ég hef ekki séð slík boð enn sem komið er í þessum veffjármögnunum.

Það minnir mig líka á að ég verð að kvarta yfir því að ég hef ekki enn séð að neinn bjóða rafbók til þeirra sem styðja svona lýðfjármögnun á bókum. Ég hef haldið að það lægi í augum uppi að þar gæti fólk fengið auðvelda peninga. Er fólk hrætt um að slíkt myndi draga kraftinn úr söfnun fyrir prentun?

Leave a Reply