Í gær fór ég af stað með söfnun fyrir spilinu Kommentakerfið. Rétt áðan fór ég yfir 50% markið. Reyndar námundar kerfið upp á við en ég neitaði að telja það gilt fyrren það væri í alvöru búið að rjúfa múrinn.
Ég er því farinn að hugsa aðeins um aukatakmörkin sem verða að alvöru ef ég safna hærri upphæðum.
Nútíminn þefaði þetta strax uppi.
Í gær fór ég í stutt viðtal í Síðdegisútvarpinu …
… og á miðvikudaginn var ég í Harmageddon.