Geir Ágústsson er með undarlegar skoðanir á hlutunum. Ég rakst á bloggfærslu þar sem hann skrifaði.
Í einni frétt er sagt frá bæ nokkrum í fylkinu Georgíu í Bandaríkjunum.
Þar á bæ voru menn orðnir þreyttir á ofbeldi og morðum. Bærinn setti því ákvæði í lög sem skylduðu eða hvöttu almenning til að ganga um með skotvopn. Hvað gerðist? Glæpatíðni hríðféll. Ég ákvað að skoða þessa staðhæfingu aðeins. Ég byrjaði á „fréttinni“ sem hann vísaði á. Það vekur strax atriði að það greinin var birt af Tyler Durden úr Fight Club en þó er vísað á upprunalegan höfund líka. Þetta er svona bókstaflega copy/paste grein á einhverjum brjálæðisvef sem byggir á copy/paste grein sem byggði á frétt hjá CNN.
Ég skannaði greinina og sá hvergi staðhæfinguna að glæpatíðni hefði lækkað eftir byssuskylduna. Það er hins vegar staðhæft að það sem lægri glæpatíðni en í meðalborg í Bandaríkjunum. Þetta kemur þó ekki fram í greininni sem CNN birti um málið. Þar kemur bara fram að það hafi bara verið eitt morð síðustu sex ár í þessum þrjátíuþúsundíbúabæ. Sú tala er ekki borin saman við eitt eða neitt.
En það sem kemur fram er að upprunalega hafi byssuskyldan verið sett vegna þess að annar bandarískur bær hafi bannað byssur innan bæjarmarka. Sá bær þurfti reyndar að aflétta byssubanninu eftir um aldarfjórðung.
Það lá því beint við að bera saman glæpatíðnina* í þessum tveimur bæjum.
Violent | Property | Total | |
---|---|---|---|
Number of Crimes | 92 | 841 | 933 |
Crime Rate (per 1,000 residents) | 2.74 | 25.01 | 27.75 |
Violent | Property | Total | |
---|---|---|---|
Number of Crimes | 11 | 208 | 219 |
Crime Rate (per 1,000 residents) | 0.47 | 8.96 | 9.43 |
Þið skulið endilega giska í hvorum bænum byssueign sé skylda og í hvorum bænum hafi byssueign verið bönnuð þar til fyrir tíu árum.
Búin að giska? Kenneshaw er öruggari en 21% bandarískra bæja en Morton Grove er öruggari en 71% bandarískra bæja.
Það var Kennesaw sem gerði byssueign að skyldu og þar eru margfalt fleiri glæpir. Nú gætu allir íbúar Morton Grove hafa hoppað út í næstu byssubúð og keypt sér byssu til að tryggja öryggi sitt en ég efast um það.
En skoðum aðeins ferlið. CNN skrifar grein þar sem er ekki farið nægilega vel ofan í staðreyndir málsins. Rugludallur skrifar grein þar sem er haldið fram að CNN hafi dregið of litlar ályktanir – án þess að kafa dýpra í málið. Sú grein er afrituð og síðan tekur Geir síðasta skrefið í þessum vefvæddasímaleik og bætir við eigin ályktunum sem byggja bókstaflega ekki á neinu.
Snopes hefur líka fjallað um þetta.
* NeighborhoodScout tekur saman glæpatölfræði og fleiri upplýsingar fyrir fólk sem er að skoða hvar er best að búa.