Sko, ég missti af höskuldinum þegar auglýsingarnar voru í gangi en ég fékk hann beint í æð þegar mælt var með myndinni. Það hefði verið betra að vita ekki neitt þannig að ég segi ekki meira en að þetta er skemmtileg hryllingsmynd fyrir fólk sem fílar slíkt.
Helsti gallinn sem ég sé við myndina var hve slappir þessir glæpamenn voru í að glæpast og bregðast við uppákomum. Kannski var það punkturinn en það pirraði mig samt hve lítið hugmyndaflug persónurnar höfðu. Síðan var sérstaklega lokalína, minnir að hún hafi verið sú síðasta, hallærisleg og af þeirri tegund af „fyndum“ línum sem reynt er að troða í allar myndir núorðið.
Stelpan var góð en enginn annar leikari stóð uppúr.
Frá ákveðnu sjónarhorni er myndin frumleg en það er líka hægt að sjá fyrir sér handritshöfunda þá hugmynd að búa til hryllingsmyndaútgáfu af þekktri kvikmynd.