Þessi var sýnd í Bíó Paradís en sýningartímarnir hentuðu ekki. Ég vissi að þetta væri sérstök mynd en það getur virkað í báðar áttir. Hún er eiginlega frá árinu 2022 en fékk ekki almenna dreifingu fyrren í fyrra.
Myndin gerist nyrst í Bandaríkjunum og fjallar um báráttu bruggara við dýralífið á svæðinu. Síðan gerist hann veiðimaður. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta.
Fólk sem er hrifið af einkennilegum og kjánalegum myndum ætti bara að horfa á myndina frekar en að lesa það sem ég hef að segja. Sama við um aðdáendur þögulla gamanmynda, Looney Tunes og gamalla tölvuleikja. Ef þið eruð allt þrennt …
Ég hló meira en ég hef hlegið lengi. Ég var orðinn aumur í kjálkanum af því að hlæja. Ítrekað fannst mér eins og nú hlyti myndin að missa dampinn. Það gerðist svo sem, en rétt til að gefa áhorfendum tækifæri til að anda.
Myndin er uppfull af tæknibrellum sem ég gæti mjög einfaldlega endurgert á eigin tölvu með ókeypis forritum. Það er ekkert flókið, nema að fá hugmyndir og framkvæma þær.
Upp með alla þumla.