Hvernig þ´yðir fólk „coming of age“ (* Gunný segir þroskasaga)? Að komast til vits? Ég á við flokkun á kvikmyndum. Margar góðar slíkar, Stand By Me (1986) kemur fyrst í hugann. Margir setja Janet Planet í þann flokk en hún sker sig samt frá slíkum myndum.
Venjulega fjalla slíkar kvikmyndir um vinasambönd barna og unglinga en hérna er dóttirin eiginlega í aukahlutverki, oft lítið meira en áhorfandi. Myndin er líka kennd við mömmuna. Dóttirin (Lacy) er sjónarhornið frekar en fókusinn. Þetta er undirstrikað vel og vandlega með lokaatriðinu.
Myndin gerist árið 1991 sem þýðir að Lacy er örlítið yngri en ég. Það er samt ekki eins og tímabilið öskri á mann. Það er peningasími, gamlir bílar og kassettur.
Ég velti fyrir hvort litapallettan hafi verið úthugsuð. Veruleikinn var eins og gömul mynd, sumsé stundum leið mér eins og ég væri að skoða ljósmyndir frá þessum tíma. Litabrigðin úr myndaalbúmunum hafa auðvitað alltaf mikil áhrif á hvernig við munum fortíðina.
Þetta er alls ekki slæm kvikmynd en ekki neitt frábær heldur. Það hefði líka mátt stytta hana töluvert.
Mér finnst kvikmyndir flestar orðnar of langar nú orðið. Nema kannski eftir Aki Kaurismaki hann var bara hafa þær um 70 mínútur og mér finnst það alveg nóg.