Í heildina var þessi mynd næstum frábær. Í staðinn var hún bara mjög góð hryllingsmynd. Ég er ekki aðdáandi höskulda en í þetta skipti fannst mér ekkert verra að hafa fengið grunnatriðin í sýnishorni.
Sophie Thatcher og Chloe East eru í hlutverki trúboða kirkju hinna síðari daga heilögu (mormóna) sem lenda inn á heimili vafasams eldri manns sem leikinn er af Hugh Grant. Þessi villutrúarmaður spyr þær beittra spurninga um trúarbrögð þeirra (þó trúarbragðafræði hans sé ekki jöfn djúp og hann lætur) áður en það kemur í ljós að hann hefur læst þær inni.
Lengi vel er myndin frábær og Hugh Grant er stórkostlega óþægilegur og óhuggulegur. Að lokum fer samt þetta samt inn á aðeins fyrirsjáanlegri brautir.
Í anda Leonard Maltin verð ég að hvetja ykkur til að hafa augun opin fyrir Topher Grace (That 70s Show) í aukahlutverki. Ég tók ekki eftir honum.