Conclave (2024) 👍 {20-19-17-ø}

Páfinn deyr og dramað byrjar. Það er alltaf gaman að horfa á myndir sem leyfa sér að fara hægt og gera það vel. Plott og dýpri plott. Allir leikarar eru frábærir (Fiennes, Lithgow, Rossellini, Tucci). Umgjörðin öll mjög flott. Sérstaklega þegar kardínálarnir eru að koma í Vatíkanið. Andstæðurnar allar, nútíminn og hefðin, hið heilaga og það veraldlega.

Undir lok myndarinnar virtist hún kannski taka sig of alvarlega. Hún er alveg verulega góð en ekki sérstaklega djúp. Endilega kíkið á hana.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *