Música (2024) 👍 {26-24-22-ø}

Sjálfsævisöguleg mynd um Rudy, ungan mann með líflega hárgreiðslu sem heyrir tónlist allsstaðar. Hann kynnist stúlkunni sem lék Veronicu í Riverdale sjónvarpsþáttunum (sem ég gafst upp á þegar þeir voru á stórundarlegar slóðir). Eða öllu heldur, höfundur myndarinnar (heitir líka Rudy) sem leikur sjálfan sig kynntist leikkonunni þegar hún var að leika unga konu sem Rudy (persónan sem Rudy leikur) kynnist.

Þetta er eiginlega léttvigtar rómantísk gamanmynd en vel skrifuð og fyndin með skemmtilegum stílæfingum sem hjálpa sögunni í stað þess að flækjast fyrir. Helsta vandamálið er kannski að ákveðnir kaflar minna sterklega á rómantíska gamanmynd frá 2008.

Ef þið eruð alveg fráhverf rómantískum gamanmyndum ættuð þið auðvitað að forðast Música (2024) en annars mæli ég með.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *