Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þessa mynd. Hún var einhvern tímann eftirlætismynd, eða allavega ein af eftirlætismyndum, Ásgeirs vinar míns. Við fórum á hana saman í Bæjarbíó í Hafnarfirði. Hann vitnaði líka reglulega í hana, bæði leynt og ljóst. Sumir elskuðu Peter Falk út af Colombo en Ásgeir elskaði hann út af Der Himmel über Berlin.
Það var því augljóst hvaða mynd yrði fyrir valinu hjá okkur Eygló í kvöld.
Maltin gefur ★★★½ og Ásgeiri hefði líklega þótt það alltof lítið.