Ekki fjarri þar sem bankarán var framið er einangruð bensínlaus bensínstöð. Veitingastaðurinn við hliðina fyllist hægt og rólega af fólki.
Þó The Last Stop in Yuma County sé yfirleitt kölluð nútíma-vestri (gerist líklega á níunda áratug síðustu aldar) er hún fyrst og fremst svört gamanmynd. Hún er fín lengst af en undir lokin var þetta komið gott. Það er eins og leikstjórinn hafi alltaf viljað ýta aðeins lengra. Samt fer hún að mestu leyti troðnar slóðir og aðrar myndir hafa gert þetta betur.
Töluvert ofbeldi og blóð.