Íslensk hrollvekja á ensku. Einangruð verbúð á Vestfjörðum á seinnihluta nítjándu aldar, ekkja og sjómenn. Og voveiflegir atburðir. Fer ekki út í höskulda. Hugsaði nokkrum sinnum um Jóhannes langalangafa á meðan ég horfði.
Þetta alveg þrælfín mynd. Meira treyst á andrúmsloft heldur en skrýmsli sem hoppa upp og segja bú. Sem er gott. Hún virkaði á mig. Ef ég ætti að kvarta yfir einhverju þá væri það endirinn sem ég held að hefði mátt vinna aðeins öðruvísi.
Leikararnir góðir. Sérstaklega aðalleikkonan sem er mjög óvænt áströlsk. Líka gaman að sjá Íslandsvininn Rory McCann.
Það er vel þess virði að fara á þessa. Hún er ekki sýnd víða þannig að þið ættuð að drífa ykkur áður en þið missið af henni.