Írsk hryllingsmynd sem gerist að hluta til í Cork (þar sem ég var í skiptinámi 2007). Kona er myrt í gömlu húsi út í sveit og tvíburasystir hennar, sem er einskonar miðill, reynir að komast til botns í málinu.
Byggir vel upp andrúmsloftið og nær að forðast ýmsar augljósar klisjur.
Ég get vel mælt með Oddity og ætla að kíkja eftir fyrri mynd leikstjórans.