Kynþroskalíkamshryllingur frá Malasíu og hryllingur þess þegar vinir yfirgefa þig. Tólf ára stelpa byrjar á blæðingum og líkami hennar fer í gegnum óhefðbundnar breytingar. Eða kannski hefðbundnar af því að mér skilst myndin byggi á þjóðtrú.
Það er ekki ólíklegt að leikstjóri/handritshöfundur myndarinnar hafi séð Carrie (eða bara lesið bókina eins og ég). Þetta er engan veginn eftirherma en hún er á svipuðu svæði varðandi þema.
Myndin kom á óvart þó ég hafi vitað cirkabát það sama og ég útlistaði hér að ofan. Tæknibrellurnar eru frekar ódýrar, í bókstaflegri merkingu, en vel notaðar. Mig grunar að ástæðan fyrir því að myndin gengur upp sé aðalleikkonan. Ef hún virkaði ekki í þessu hlutverki myndi allt hrynja.