Sing Sing (2024) 👍👍
{48-38-36-ø}

Fangar í Sing Sing setja upp leikrit. Eða, öllu heldur, mennska í ómennsku kerfi.

Þessi fór á listann minn þegar hún taldist líkleg til að fá Óskarsverðlaunatilnefningu sem besta myndin. Það gekk ekki eftir en hún fékk nokkrar aðrar, s.s. Colman Domingo sem besti leikari í aðalhlutverki. Sem hann á skilið.

Myndin var uppfull af frábærum leikurum sem eru flestir, ólíkt aðalleikaranum, fyrrverandi fangar sem tóku þátt í sama verkefni og myndin fjallar um. Margir leika útgáfu af sjálfum sér. Það er hreint út sagt ótrúlegt miðað við frammistöðu þeirra.

Myndin er hjartnæm og fyndin. Hún náði mér alveg. Mögulega besta mynd sem ég hef séð frá 2024.