Ég er að horfa á óvanalega mikið af hryllingsmyndum. Það er eins og Nosferatu hafi slegið tóninn í upphafi árs. Í þessu tilfelli eru raunar um mjög bein áhrif því leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur er sá sami, Robert Eggers.
The Witch gerist á svipuðu svæði og nornaofsóknirnar í Salem en töluvert fyrr. Miðpunktur myndarinnar er fjölskylda sem segir skilið við byggð Púrítana af því að faðirinn hefur aðrar hugmyndir um túlkanir á Biblíunni. Það er ekki farið út í smáatriði.
Þessi fjölskylda er mjög einangruð og lífið erfitt. Þau búa ekki í kofi í skóginum heldur í kofa upp við skóginn. Harmleikur skekur fjölskylduna og allt fer til fjandans.
Anya Taylor-Joy leikur aðalhlutverkið, dóttur á táningsárum (man ekki að aldurinn hafi verið gefinn upp). Leikkonan sjálf er aðeins eldri en persónan en virkar mjög sannfærandi. Voðalega lítil og krúttleg. Mér finnst eins og hún hafi náð að yngja sig líka í Furiosa og sú mynd kom bara út í fyrra.
Myndin fer ekki þá leið sem ég bjóst við. Mjög góð. Mér finnst ég annars vera of jákvæður í dómum þessa daganna en ég er svo sem að velja myndirnar vandlega.
Þetta er samt ekki fyrir alla. Á sinn hátt er hún mun óhugnanlegri en Nosferatu. Það er blóð en aðallega snýst þetta um hið hryllilega sem getur komið fram í fólki.