Pigen med nålen (2024) 👍 {54-40-38-10}

Þar sem við Gunnsteinn erum eiginlega alltaf að horfa á efni á ensku ákvað ég að bjóða honum að koma með mér á Stúlkuna með nálina í Bíó Paradís sem er einmitt tilnefnd fyrir að vera góð með sem er ekki á ensku. Sem fyrr fæ ég foreldraverðlaun vegna áráttu minnar að vilja vita sem minnst um kvikmyndirnar sem ég sé.

Það er annars skrýtið með höskulda fyrir þessa mynd. Hún er byggð á raunverulegum atburðum og því geri ég ráð fyrir að Danir þekki þetta mál fyrirfram. Þið getið kíkt á Wikipediu ef þið viljið fá nánari upplýsingar.

Ég fór sumsé óvart á enn eina hryllingsmyndina. Hún gerist við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Ung kona fátæk kona upplifir hrylling þess að vera ung fátæk kona og síðan verður allt miklu verra.

Það er hægt að segja ýmislegt um kvikmyndatökuna en sumt fannst mér aðallega gert til að vera flott frekar en það passaði sögunni.

Semsagt, góð mynd en sú óhugnanlegasta sem ég hef séð undanfarið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *