Sterben (2024) 👍👍
{56-41-39-11}

Sterben – já, þriggja tíma þýsk mynd um dauðann var besta mynd ársins, hvað annað?

– Ásgeir H Ingólfsson

Sama dag og Ásgeir tilkynnti að hann væri með krabbamein sagði hann að Sterben, Deyja (eða Deyjandi), væri besta mynd 2024. Hann hafði áður skrifað um myndina á Smyglið. Þar sem smekkur okkar Ásgeirs fór ekki alltaf saman var ég ekki viss um hvað mér finndist. Ég fór samt á hana um leið og ég kom heim frá Vopnafirði þar sem ég var á jarðarför.

Myndin fjallar um fjölskyldubönd, vináttu, ást og list. Mjög einfalt. Ef þið viljið nánari útlistun getið þið kíkt á hvernig Ásgeir súmmeraði hana upp.

Ég var tilbúinn því að þetta væri erfið mynd en hún var það í raun ekki. Allavega ekki miðað við umfjöllunarefnið. Hún var líka fyndin. Reyndar voru greinilega ekki allir bíógestir sammála mér því stundum var ég einn um að hlæja. Fyndin en auðvitað tragíkómísk.

Sterben er þrír tímar að lengd. Þó hún hafi ekki verið langdregin þá fann ég alveg fyrir lengdinni. En mér var sama.

Í stuttu máli virðist Ásgeir hafa haft rétt fyrir sér. Sterben er, með varnöglum um að auðvitað hafi ég ekki sé allar myndir ársins, besta mynd 2024. Endilega kíkið á hana meðan hún er í bíó, Bíó Paradís sumsé.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *