Kona sem vinnur sem fatafellu og tekur að sér tilfallandi tengd störf kynnist ungum ríkum rússneskum manni og samband þeirra blómstrar. Á sinn hátt. Síðan kemur vesenið.
Það er hægt að segja að Anora kallist á við Pretty Woman. Um leið er hún ekki á ólíkum slóðum og Companion. Svona eins og þessar tvær sögur hafi verið sameinaðar og færðar í raunveruleikanum.
Þessi mynd leit út fyrir að vera meira drama og minni fyndni. Það er eiginlega öfugt. Ég hló alveg rosalega á köflum. Dramað er í öðru sæti meginhluta myndarinnar.
Þessi keppir við A Complete Unknown sem uppáhaldsmyndin mín af þeim sem eru tilnefndar sem besta myndin. Mikey Madison er tilnefnd sem besta leikkona í aðalhlutverki og hún mætti alveg vinna.
Myndin er frá Sean Baker, hann samdi handritið, klippti og leikstýrði. Hann mætti líka fá Óskarsverðlaun í einhverjum flokkum sem hann er tilnefndur. En ég var líka voðalega hrifinn af myndinni hans The Florida Project.
Góð mynd, mæli með. Ef kynlífsatriði trufla ykkur ekki óhóflega.