Ghostlight (2024) 👍👍
{60-44-42-ø}

Hægt og rólega kynnumst við fjölskyldu sem gengur í gegnum erfiða tíma. Faðirinn álpast inn í áhugaleikhúsuppfærslu á Rómeó og Júlíu.

Þetta var stórkostleg mynd. Ein af bestu myndum síðasta árs. Hjartnæm og ekta tilfinningar á persónulegum skala. Fólk lifir í gegnum listina en ekki á þeim stóra skala sem við sjáum í The Brutalist en heldur á litlu sviði þar sem enginn býst við miklu.

Ég elskaði hvernig leikritið var í takt við söguþráð myndarinnar í stíl við Shakespeare sjálfan sem notaði gjarnan leikrit innan leikrits í sínum verkum.

Það voru engir leikarar í myndinni sem ég kannaðist við. Sem er viðeigandi. Kjarni myndarinnar er fjölskylda sem er leikin af fjölskyldu. Þau voru frábær.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *