Efnilegur sautján ára svartur strákur á sjöunda áratugnum er sendur í unglingafangelsi fyrir engar sakir. Þar er farið með svörtu strákana eins og þræla.
Áhugaverð saga fellur í skuggann af tilgangslitlum stílæfingum. Aðalpersónurnar eru sjónarhorn okkar. Það er ruglandi á köflum. Síðan koma undarlegir millikaflar um tunglferðir sem ég get ímyndað mér krókaleiðir til að tengja við söguþráð myndarinnar en ég skil samt ekki af hverju.
Myndin er í gamaldags
sem við munum flest að var staðlað hlutfall fyrir sjónvarp. Þar að auki er þetta svokallað akademíuhlutfall sem var algengasta hlutfallið á bíómyndum áður en samkeppni við sjónvarp gerði breiðtjaldsmyndir algengari. Það er pæling á bak við þetta en mér finnst það passa ákaflega illa við þá hugmynd að við sjáum myndina í gegnum sjónarhorn strákana. Augun okkar eru hlið við hlið sem er ástæðan fyrir því að breiðtjaldið virkar svona vel. Hlutfallið fjarlægir okkur frá sjónarhorninu.Leikararnir eru mjög góðir en myndin sjálf verður bara þreytandi þegar á líður.
Ekki fyrir mig.