The Brutalist (2024) 🫴
{59-43-41-14}

Sko, það pirraði mig að hann var ekki brútalisti. Bara flottur titill sumsé en virkar ekki á mig af því það er raunverulegur arkítektúrstíll.

Arkítekt lifir af Helförina. Fer til Bandaríkjanna en kona hans og frænka verða eftir í Ungverjalandi. Harkar í svolítinn tíma. Kynnist ríkum hálfvitum og fær tækifæri til að hanna fyrir þá byggingu. Peningar og list í átökum. Heimilislífið í molum.

Myndin er nærri því jafn löng og Lawrence of Arabia en vinnur ekki fyrir því. Það eru ákaflega flott atriði inn á milli en stundum virkar það bara tilgerðarlega. Á sinn hátt er myndin algjör andstaða við fúnksíonalistastíl aðalpersónunnar. Þetta er íburðarmikið og heildin hefði mögulega verið betri með því að taka út skreytingarnar.

Kannski var hreimurinn hjá aðalleikurunum vel heppnaður. Hann var farinn að pirra mig undir lokin. Felicity var betri í Rogue One.

Tónlistin gerði ekki mikið fyrir mig. Kannski var hljóðkerfið stillt asnalega en ég fann allavega nokkrum sinnum fyrir að bassinn varð óþægilegur.

Anarkistinn var ákaflega fyndinn.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *