Það var of mikið sýnt í auglýsingunum fyrir Mickey 17. Það væri langbest að vita sem minnst. Í staðinn fékk ég að sjá þrjár mismunandi stiklur síðustu mánuði og það minnkaði skemmtun mína.
Mickey Barnes skráir sig í geimleiðangur sem fórnanlegur. Hann má deyja af því það verður bara prentað nýtt klón. Það ómar af Multiplicity með Michael Keaton. Leiðangrinum er stjórnað af manni með messíasarduld sem Mark Ruffalo leikur á viðeigandi hátt.
Myndin er ádeila. Það er hamrað í gegnum myndina og það er allt satt. Það er mörg mjög fyndin atriði (sérstaklega fyrir fólk sem hefur ekki séð endalausar stiklur). Játning dagsins er að ég hef ekki sé Sníkjudýrið. Einhvern veginn ekki komið mér í það. Sú mynd verk sama leikara, Bong Joon-ho. Fékk meira að segja Óskarinn. Piff á mig.
Helst galli myndarinnar er lengdin. Það hefði mátt skafa allavega hálftíma af henni og úr því hefði komið betri mynd. Endirinn er sérstaklega langdreginn. En góð þrátt fyrir það.