The Lighthouse (2019) 🫴
{67-50-ø-ø}

Nýr maður hefur störf við vitavörslu ásamt reynslumiklum manni einhvern tímann á seinnihluta nítjándu aldar.. Einangrunin fer illa með þá.

Þetta er flott mynd. Útlitslega. Bara ekkert sérstaklega góð. Andrúmsloftið nær reglulega tilætluðum árangri en það væri betra að hafa söguþráð með. Það er meira eins og hlutir gerist bara handahófskennt. Hefði kannski virkað í styttri mynd. Hljóðrásin nær ekki að styðja andrúmsloftið. Yfirleitt er hún meira pirrandi en ógnvekjandi.

Robert Pattinson virkaði frekar ósannfærandi á mig. Mér þótti bæði hreimurinn og útlitið gervilegt. Ég var ekki að kaupa þetta.