Sem krakki átti ég mynd með Shirley Temple upptekna á vídeóspólu. Mér fannst hún fín en ég mann ekkert hvað hún heitir. Get ég ekki bara leitað að mynd þar sem Shirley Temple lék munaðarleysingja sem er ættleidd af ríkum manni? Ekki beint, hún lék nefnilega í hundrað slíkum myndum. Ekki bókstaflega. Líklega bara tugum.
Curly Top er myndin sem ég man eftir en hún fjallar munaðarleysingja sem er ættleidd af ríkum manni.
Framan af kom myndin skemmtilega á óvart. Shirley Temple er krúttleg. Góðir brandarar með smáhest í aðalhlutverki. Það eru meira að segja eitt eða tvo góð lög í myndinni.
Verst með öll hin.
Myndin er 76 mínútur og virkar langdregin. Fullt af lögum er bætt inn í stað þess að hafa söguþráð.
Með nútímaaugum er margt vafasamt. Ríkur gaur kemur á munaðarleysingjahæli og ættleiðir Shirley Temple (cirka sjö ára) ásamt systur hennar sem er ekki orðin lögráða (en leikin af 18-19 ára leikkonu).
Á tímabili hélt ég að myndin ætlaði að koma mér á óvart og að systirin myndi giftast ungum manni. En nei. Auðvitað samþykkir hún að giftast ríka fertuga kallinum sem er forráðarmaður hennar og systur hennar.
Útgáfan af myndinni sem ég sá var „tölvulituð“. Það er sumsé tækni frá níunda og tíunda áratugnum. Einhvern veginn finnst mér það virka betur en gervigreindin sem er notuð í dag og afmáir alla áferð.