Það er erfitt að segja nokkuð meira en að Predestination fjallar um tímaferðalög. Fyrirfram hefði ég búist við meiri hasar en skortur á slíku er ekki galli að mínu mati.
Sarah Snook og Ethan Hawke eru í aðalhluverki. Margir kannast við hana úr Succession þáttunum (sem ég höndla ekki vegna þess að ég hata allar persónurnar) en hún lék líka í einni uppáhaldsmyndinni minn frá því í fyrra, Memoir of a Snail.
Myndin byggir á sögu eftir Robert A. Heinlein frá árinu 1959. Ég hef aldrei lesið neitt eftir Heinlein, svo ég viti, en hann var einn af uppáhaldsrithöfundum George R. R. Martin¹ í æsku. Ég ætti að kíkja á eitthvað eftir hann. Mig grunar að þessi saga hafi haft töluverð áhrif á tímaferðalagsbókmenntir og kvikmyndir frá seinnihluta síðustu aldar og til nútímans.
Kvikmyndin kemur inn á svið sem er nátengt okkar tíma en tekur ekki afstöðu á okkar forsendum.
Í heild var ég mjög hrifinn af myndinni. Ég er hrifinn af tímaferðalagsmyndum en vill að þær gangi upp. Þessi virðist gera það – allavega innan eigin forsendna.
Þetta er svona mynd þar sem mig grunar að einkunnin gæti hækkað ef ég sæi hana aftur. Mögulega lækkað.
Ég held að ég hafi heyrt minnst á þessa í Doug Loves Movies hlaðvarpinu.
—
¹ George R. R. Martin sýndi myndina í bíóinu sínu og þótti hún frábær og trú upprunalegu sögunni þó honum hafi ekki þótt titillinn góður. Hann viðurkenndi samt að All You Zombies væri frekar óþægilegur titill.
But like many of his contemporaries, Heinlein did some of his best work at shorter lengths.
„All You Zombies“ is one of those classic short stories. Like time travel yarns? Time paradoxes? „All You Zombies“ was… is… will remain THE last word on all those subjects. And now, improbably, it has been made into a movie.
[…]
Must admit, I don’t much like the title. I can see why they changed it — „All You Zombies“ would have had people thinking it was a George Romero picture or a WALKING DEAD ripoff, when actually the use of ‘zombie’ is entirely metaphorical — but I wish they would have changed it to something a bit catchier.#
Saw PREDESTINATION at the Cocteau on opening night, and thought it was terrific… and very faithful to the Heinlein story. Ethan Hawke was very good, and Sarah Snook was great. This one will be on my Hugo nominations ballot, for sure. See it at the Cocteau if you’re in Santa Fe, or at your own favorite movie palace if you’re not, but see it… especially if you like time travel, SF, and RAH.#