Dóttur ríks manns giftist auðnuleysingja í óþökk föður síns og leggur í ferð til að koma í veg fyrir að hjónabandið verði ógilt. Hún kynnist blaðamanni sem hjálpar henni og …
Mér finnst ég varla geta gefið þessari mynd einkunn. Mér leið eins og ég hafi séð hana hundrað sinnum áður. Það er vegna þess að það er vísað í hana í ótal myndum og atriði jafnvel endursköpuð (sérstaklega áberandi með Spaceballs). Sem þýðir að hún er vissulega áhrifamikil.
Ég hló varla en það er ekki eins og myndin hafi verið léleg. Kannski hefði ég hlegið ef ég hefði verið rétt stemmdur. Líklega er ég ekki sérstaklega hrifinn af þessum skrúfboltagamanmyndum.
Það hefði mátt sleppa atriðinu þar sem Clark Gable talar um að það þyrfti að löðrunga þessa konu einu sinni á dag hvort sem hún ætti það skilið eða ekki. Kannski var hann bara að segja alveg rosalega fyndinn „brandara“. Ekki eina dæmið um kvenfyrirlitningu en líklega það versta.
Titillinn er villandi. Þetta tók alveg nokkra daga og nætur. Ekki að myndin hafi verið of löng.
Ég ætla að giska að Maltin gefi fjórar stjörnur en best að tékka.
Maltin gefur ★★★★ sem er honum líkt. Hann segir að myndin hafi ekkert elst en honum til varnar þá er þetta úr síðustu útgáfunni af kvikmyndahandbókinni sem kom út fyrir rúmum áratug.