Ungur maður með Downs er settur á elliheimili af því að önnur úrræði skortir. Hann er ekki sáttur og leggur af stað í ævintýraferð í leit að glímuskóla.
Ég er á mörkunum með þessa mynd. Hún er á köflum væmin. En ekki óhóflega, sérstaklega ekki miðað við þessa tegund af mynd.
Það sem gerir mig jákvæðan er að hún fékk mig reglulega til að hlæja og vakti raunverulega samúð með persónunum. Ég studdi þau í fáránleika myndarinnar.
Merkilegt nokk þá hefur Leonard Maltin skrifað um myndina þó hún sé ekki í handbókinni. Við erum greinilega nokkuð sammála:
Það var annars Doug Benson (Doug Loves Movies hlaðvarpið) sem ýtti mér til að sjá þessa mynd.