Brats (2024) 🫳
{76-56-47-ø}

Um miðjan níunda áratuginn ákvað blaðamaðurinn David Blume að kalla hóp ungra leikara í Hollywood „The Brat Pack“ (vísun í hópinn í kringum Frank Sinatra – The Rat Pack). Nafnið fór á flug og er enn notað.

Það er reyndar erfitt að vita hverjir tilheyra þessum hóp. Þrönga skilgreiningin er a miða við leikarana í hinni mjög svo óeftirminnilegu mynd St. Elmo’s Fire. Emilio Estevez, Rob Lowe, Andrew McCarthy, Demi Moore, Judd Nelson og Ally Sheedy. En oft er bætt við fullt af leikurum, sérstaklega þeim sem tengdust myndum John Hughes.

Nærri fjörutíu árum seinna rifjar Andrew McCarthy upp þessa lífsreynslu í heimildarmyndinni Brats og tekur viðtöl við aðra sem fengu þennan stimpil á sig. Í myndinni fáum við að heyra að flestir eru sammála um að þeim þótti þetta niðrandi. Sér í lagi fannst þeim lítið gert úr leikhæfileikum þeirra með stimplinum.

Sem heimildarmynd er þetta ekki sérstaklega vel unnið. Of mikið af Andrew McCarthy að keyra um. Of mikið að tala um fólkið sem hann er að reyna að fá til að taka þátt. Hefði getað verið hálftíma styttra.

Ally en sérstaklega Demi eru góðar. Emilio er sárastur og mig grunar að það sé vegna þess að það var hann sem treysti blaðamanninum til að hanga með sér og hinum leikurunum.

Dægurmenningarsérfræðingar bæta litlu við myndinni. Kannski er hjálplegt fyrir yngri kynslóðir að koma með samhengi en hefði verið hægt að afgreiða það betur. Malcolm Gladwell kemur inn en er innihaldsrýr og bakkar með eina punktinn sinn.

Dramatískur hápunkturinn er þegar Andrew McCarthy hittir blaðamaninn David Blume. Ég var ekki að fíla það. Annars þótti Blume líka vera sérstaklega mikill leiðindagaur. Held að það hafi ekki verið bara hvernig honum var stillt upp.

Bleh.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *