Titilpersónan okkar finnur ekki fyrir sársauka og lifir því vernduðu lífi. Hann fellur fyrir lægra settum starfsmanni og talar ekki einu sinni við mannauðsstjórann. Síðan koma bankaræningjar og ræna ástinni hans. Hann ákveður að taka lögin í sínar hendur.
Ég hafði áhyggjur af því að fyndnustu atriði myndarinnar væru í sýnishorninu sem við höfum séð ítrekað. Svo var ekki. Hún er fyndin í gegn. Það var samt full mikið ofbeldi í myndinni. Frekar óþarft og aðallega til að sýna hve mikill skíthæll bófastjórinn sé. Auglýsingar gera reyndar ljóst að það megi búast við ofbeldi og blóði.
Þetta er gott ár hjá Jack Quaid (sonur Dennis og Meg Ryan). Hann lék nefnilega líka í bestu mynd ársins (til þessa), Companion.
Ótengd Steve Martin myndinni.