The Black Cauldron (1985) 🫴
{81-62-ø-ø}

Mislukkaður svínahirðir lendir í ævintýrum. Disney hittir Tolkien og Ralph Bakshi.

Disney tapaði peningum á þessari mynd og því var aldrei í boði að sjá hana þegar ég tók fyrstu atrennu á teiknimyndir fyrirtækisins. En hún var samt frekar spennandi út af því. Núna er hún einfaldlega á Disney+.

Tónn Black Cauldron er mjög ójafn, á köflum er hún miklu dekkri en í öðrum Disney-myndum í anda fyrri teiknimynda fyrirtækisins. Það sem er skrýtnast eru atriði sem gæti allt eins hafa verið í myndum eftir Ralph Bakshi.

Ég þarf að höskulda hér.

Þetta er eins og eftiröpun á Hringadróttinssögu nema Gollum er krúttlegur vinur Frodo sem hoppar sjálfviljugur í eldinn til að fórna sér en lifir af.

Á þessum tíma stjórnuðu Michael Eisner og Jeffrey Katzenberg Disney. Þeir tóku ákvörðun um að klippa myndina í óþökk leikstjóra af því hún var ekki nógu barnvænleg. Mig grunar að það sé ekki eina ástæðan fyrir því að myndin virkar ekki sérstaklega vel.

John Hurt og Nigel Hawthorne leika hlutverk hrædds tónlistarmanns og vonda hyrnda kóngsins. Giskið hvor er hvað.

Maltin gefur ★★½ sem mér finnst frekar örlátt en tekur fram að þetta virki aðallega fyrir krakka.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *