Hammett (1982) 🫴
{83-63-ø-ø}

Rithöfundurinn Dashiell Hammett lendir í miðju glæpamáli sem gæti allt eins komið úr eigin hugarheimi. Leikstýrt af Wim Wenders.

Það er margt gott við myndina. Frederic Forrest er skemmtilegur í aðalhlutverkinu. Sviðsmyndirnar gera það augljóst að hún er tekin upp í stúdíói, sem gefur bara viðeigandi tón. Þetta er eins og Noir-myndirnar sem byggðar eru á sögum Hammett.

Aftur á móti er Lydia Lei (um þrítugt) mjög ósannfærandi sem sautján ára stelpa. Söguþráðurinn er ákaflega þunnur og endirinn fyrirsjáanlegur.

Er vandamálið að ég þekki frumefnið ekki nægilega vel? Mögulega hefði myndin verið betri sem gamanmynd. Hún er oft á mörkunum. Peter Boyle hefði allavega virkað betur ef húmorinn hefði verið í aðalhlutverki.

Kannski hefði verið erfitt að fara grínleiðina þar sem nokkrum árum áður hafði Neil Simon skrifað hina vanmetnu The Cheap Detective sem tók fyrir þessar harðsoðnu einkaspæjaramyndir með Peter Falk í aðalhlutverki (Wenders vann einmitt með honum nokkrum árum síðar).

Maltin gefur ★★★ sem mér finnst örlítið örlátt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *