Black Bag (2025)👍👍
{84-64-48-26}

Njósnamynd. Það er svikari innanhúss. Getur njósnari treyst maka sem er einnig njósnari?

Gunnsteinn benti mér á Black Bag. Ég hef aldrei elst sérstaklega við myndir Steven Soderbergh en er hrifinn af Out of Sight og (sérstaklega) The Limey.

Handritshöfundurinn er David Koepp sem skrifaði m.a. Jurassic Park, fyrstu Mission Impossible og Death Becomes Her.

Aðalhlutverk eru Michael Fassbender og Cate Blanchett. Síðan er gamall Bond með, Pierce Brosnan sem fékk aldrei nógu góð handrit (nema kannski GoldenEye – hef ekki horft á hana síðustu þrjátíu ár).

Myndin nær að keyra í gegn á 93 mínútum. Ef það var veila í plottinu þá get ég ekki bent á hana. Frábær mynd. Ekki jafn góð og Companion (enn besta 2025 myndin) en ég held að ég geti mælt með þessari við fleiri af því það er miklu minna blóð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *