Songcatcher (2001) 👍
{85-65-ø-ø}

Þjóðlagafræðingur er uppgefin á kynjamisrétti í háskólanum sínum og fer til systur sinnar sem rekur skóla í Appalachia-fjöllum. Þar rekst hún á fjársjóð þjóðlagahefðar fjallafólksins.

Þetta er í alvörunni frægt dæmi í þjóðfræðinni. Þjóðlög frá Bretlandseyjum sem lifðu áfram í einangruðum samfélögum. Síðan er sögulega rétt farið með hugarfar þjóðfræðasafnara (ekki bara þjóðlagasafnara) sem tala endalaust um „hreinar“ hefðir. Það hefur lagast töluvert.

Þetta er skrýtin mynd með óhóflega skammta af melódrama. Aftur á móti er tónlistin ákaflega góð og það eru margar skemmtilegar persónur vel túlkaðar af góðum leikurum (s.s. Jane Adams og Pat Carroll plús David Patrick Kelly í hlutverki skíthælsins eins og svo oft áður). Satt best að segja falla aðalpersónurnar tvær (Janet McTeer og Aidan Quinn) í skuggann. Þeirra saga er frekar óspennandi.

Ég endaði samt á því að vera jákvæður með ákveðnum fyrirvörum.

Maltin gefur ★★★★ sem er frekar óhóflegt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *