The Longest Day (1962)🫴
{97-73-ø-30}

Lengsti dagurinn stendur undir nafni. Þetta eru þrír klukkutímar sem ég fann fyrir og var ekki alveg að nenna. Myndin er endurtekningasöm. Við þurfum að gefa öllum kvikmyndastjörnunum tækifæri á að vera svalar í mynd. Svona eins og allar ofurhetjurnar þurfa að fá góðan tíma í Marvelmyndum.

Það eru vissulega margir frægar leikarar í myndinni. Sumir frægir þá, aðrir frægir seinna. Ég missti til dæmis alveg af William Shatner. Sean Connery er bara brandarakall (þessi kom út sama ár og fyrst Bond-myndin Dr. No). Það væri kannski best að horfa á þessa mynd heima í stofu og pása þegar upp kemur endlit sem einhver kannast við.

Þessi D-Dagur lítur út fyrir að hafa verið miklu skemmtilegri en sá sem Spielberg sýndi í Saving Private Ryan. Fólk deyr alveg en ekki það er fleiri töffaralínur.

Harðsnúni John Wayne virkar ekki jafn spennandi á mig og hann virtist gera á þá sem voru ungir ’62. Samt er þetta sama ár og hann lék í The Man Who Shot Liberty Valance og sú frammistaða virkar ennþá.

Robert Mitchum er bara harðjaxl og ekkert mikið meira en það. Virkar líklega fyrir marga.

Það voru líka margir handrithöfundar að myndinni. Með annarra Noël Coward(!).

Þetta er mynd sem skrifast meira á framleiðandann Darryl F. Zanuck en leikstjórana þrjá.

Þetta er svolítið eins og fræðslumynd á köflum. Persónur eru í byrjun myndarinnar að fara með tölfræði sem á greinilega að upplýsa áhorfendur en virka bara kjánalegar. Stundum virkar „rödd guðs“ betur.

Þetta er ekkert alslæm mynd. Sumir brandarar virka. Síðan er alveg hægt að dást af því hve faglega margt er gert. En það er erfitt að gleyma að þetta er frá sama ári og Lawrence of Arabia sem gerir þessa bara amatörslega í samanburðinum.

Maltin gefur ★★★★ enda var hann ungur ’62.