Ég var búinn að ákveða að horfa á Palm Springs án þess að vita um hvað hún væri. En síðan var það í fyrradag sem ég heyrði einhvern nefna „þetta er eins og [fræg kvikmynd] nema að …“. Ég náði samt að setjast niður og horfa án þess að muna þetta. Fyrren auðvitað að „X“ gerðist. Mér hefur samt ekki enn tekist að gleyma tvistinu í Nafni rósarinnar sem einhver höskuldaði fyrir mér fyrir þrjátíu árum.
Þetta er ekki beint tvist en ef þið eruð svona skrýtin eins og ég þá verð ég að vara ykkur við höskuldum en myndin er allavega góð og nær einhvern veginn að lifa af samanburðinn við frægu myndina. Bara níutíu mínútur og fyndin.
Höskuldur!
Höskuldur!
Höskuldur!
Þetta eru sömu aðstæður og í Groundhog Day. Nokkurn veginn. Við byrjum í miðjum klíðum. Við kynnumst persónunum ekkert utan lúppunnar.
Andy Samberg (Brooklyn 99) festist fyrstur í brúðkaupi vinafólks kærustunnar en fleiri fylgja með seinna (sama dag samt, hah ha). Cristin Milioti (mamman úr How I Met Your Mother) er systir brúðarinnar (Camila Mendes úr Música) og er ekki með allt á hreinu í sínu lífi. Myndin snýst mikið til um þeirra samband.
Við höfum líka JK Simmons að leika mann sem á erfitt með að stjórna tilfinningum sínum. Mögulega hefur hann gert slíkt áður. June Squibb (Thelma) er á svæðinu en aðallega bara í einu atriði.
Myndin fer í aðrar áttir en Groundhog Day. Aðallega vegna þess að einmanaleikinn er bæði betri og verri með einhverjum öðrum. Himnaríki, Hreinsunareldur, eða Helvíti? Hver veit.
Það er ómögulegt að enda svona mynd en ég var allavega ekkert ósáttur.