Vinur Philip Marlowe er í vandræðum og einkaspæjarinn flækist í málin. Þar sem við erum vön Bogart í þessu hlutverki er svolítið erfitt að venjast Elliott Gould hérna hérna. Hann er meira linsoðinn og myndin er hálfgerð skopstæling á köflum.
Ég er smá klofinn í afstöðu minni til The Long Goodbye (1973). Mér fannst hún góð en ekki frábær, samt langar mig svolítið að horfa á hana aftur. Það er til dæmis ekki það sem mig langar að gera með síðustu Altman-mynd sem ég sá.
Kötturinn er auðvitað helsta ráðgáta myndarinnar og erfitt að átta sig á því hvers vegna Marlowe heldur að sjón sé þeirra virkasta skilningarvit.
Það eru mörg kunnugleg andlit í myndinni og þá er sérstaklega fyndið að sjá gaur sem þarf að fara úr öllu nema nærbrókinni. Held að þetta sé langelsta mynd sem ég hef séð hann í. Henry Gibson kemur fyrir í nokkrum atriðum.
Tónlist John Williams er áberandi.
Maltin var hálf-pirraður á myndinni, skrifaði að Altman virtist haldinn fyrirlitningu á þessari tegund kvikmynda en gaf henni alveg ★★½.