Tvíburarar snúa aftur í heimahaga til þess að stofna skemmtistað en fljótlega gerast dularfullir atburðir. Ég ætla sumsé ekki að segja nákvæmlega.
Satt best að segja er það tónlistin sem lyftir kvikmyndinni upp. Aðallega blús en ekki eingöngu. Skondið að sjá nafn Ludwig Göransson þarna. Hann hafði ekki búið lengi í Bandaríkjunum þegar hann byrjaði að semja tónlistina fyrir Community sem leiddi til þess að hann fór að vinna með Donald Glover og hingað er hann kominn.
Ég hef áður nefnt að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því að sami maður leiki tvíbura. Michael B. Jordan er fínn en ég átti erfitt með að sjá mun á persónunum hans. Óþarfi eiginlega.
Með betri en ekki bestu myndum ársins hingað til.