Brief Encounter (1945)👍
{120-91-ø-ø}

Gift kona verður ástfanginn af giftum lækni og þau upplifa ýmsar tilfinningar.

Þá hef ég séð myndir frá hverju einasta ári frá 1930 til 2025. Sumsé, ég valdi Brief Encounter ekki af einstökum áhuga þó hún sé talin klassísk. Kannski er hún það.

Yfirborðsagan er góð en það að heyra hugsanir konunnar er ekki að hjálpa mér. Ég held að myndin myndi alveg ganga upp án þeirra nákvæmu útlistana. Mögulega betri.

Það sem mér þykir áhugaverðara er sú túlkun á sögunni að í henni sé dulin saga af samkynhneigðum karlmönnum sem verða ástfangnir en geta ekki gert neitt í því vegna stöðunnar á þessum tíma. Þar sem myndin byggir á leikriti, og er meðal annars skrifuð af, Noël Coward gæti þetta verið rétt.

Ég fór að ímynda mér hvernig hægt væri að byggja á þessari hugmynd. Sögusviðið væri leikhús þar sem verið væri að setja upp upprunalega leikritið en þar vinna tveir samkynhneigðir karlmenn sem eiga báðir eiginkonur en verða ástfangnir líkt og aðalpersónurnar í myndinni.

Maltin gefur ★★★★ sem mér finnst óhóflegt.